Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 930 (9.1.2020) - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
Málsnúmer201901098
MálsaðiliSamband íslenskra sveitarfélaga
Skráð afirish
Stofnað dags10.01.2020
NiðurstaðaLagt fram til kynningar
Athugasemd
TextiLagt fram til kynningar. Byggðarráð tekur samhljóða undir bókun í 2. lið fundargerðar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem "stjórnin hvetur ríkisstjórn Íslands, Alþingi, Landsnet og veitufyrirtæki til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að tryggja raforkuöryggi um allt land sem allra fyrst. Það er með öllu óásættanlegt að stór hluti íbúa landsbyggðarinnar búi við slíkt óöryggi sem raunin er. Stjórnvöldum ber skylda til að haga málum þannig að almanna- og öryggishagsmunir verði ávallt hafðir í fyrirrúmi við uppbyggingu og rekstur innviða sem eiga að tryggja öryggi og jafna búsetuskilyrði allra landsmanna".